Gistiheimili Húsavíkur

Gistiheimili Húsavíkur er vinalegt gistihús við Laugarbrekku á Húsavík. Þar er boðið upp á sjö herbergi með uppábúnum rúmum og morgunverður fylgir með í verði gistingar. Frá gistiheimilinu er stuttur gangur að höfninni á Húsavík, sem er hjarta bæjarins yfir sumarmánuðina. Skammt frá gistiheimilinu er Sundlaug Húsavíkur og við enda götunnar eru verslun og bensínstöð. Gestir á Gistiheimili Húsavíkur hafa ókeypis aðgang að þráðlausu neti.

Gistiheimili Húsavíkur er á tveim hæðum og var húsið reist árið 1947. Húsið á sér langa sögu. Lengi tengdist húsið Flatey á Skjálfanda, en íbúar þess voru flestir þaðan. Húsið var heimili um áratuga skeið og síðar var það heimavist fyrir starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík, en það kemur víða að. Árið 2009 var byrjað að endurinnrétta húsið og var því breytt í gistiheimili sem opnaði sumarið 2010.

Nánar um Gistiheimili Húsavíkur

Sjá einnig:

Also available in English: Húsavík Guesthouse

Leita að gistingu

Gististaður: Húsavík Guesthouse

Koma:

Brottför:

Vinsælustu áfangastaðirnir

Ferðast um Ísland með
Tindur the PuffinLundanum Tindi

Hotel of the Month

Hot Springs HotelHot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.

more on Hot Spring Hotel

©2010-2017 bookiceland.is