Hæstu mannvirki á Íslandi

Listi yfir hæstu byggingar og mannvirki á Íslandi

1. Langbylgjumastrið á Gufuskálum á Snæfellsnesi (412 m)
Mastrið er hæsta mannvirki á Íslandi og er notað fyrir langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins. Það er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu.

2. Naval Radio Transmitter Facility Grindavik (244 m)
Tveir sendar Bandaríkjahers í Grindavík. Sá hærri er 243 metrar að hæð en sá lægri er 183 metrar að hæð.

3. Langbylgjumastrið á Eiðum (220 m)
Mastrið er notað fyrir langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins.

4. Reykháfur Fjarðaáls á Reyðarfirði (78 m)
Stenur á lóð Fjarðaáls skammt frá áverinu á Reyðarfirði.

5. Turninn á Smáratorgi í Kópavogi (77,6 m)
20 hæða skrifstofuhús við Smáratorg sem tekinn var í notkun árið 2008. Er hæsta bygging á Íslandi og fimmta hæsta mannvirki landsins.

6. Hallgrímskirkja í Reykjavík (74,5 m)
Kirkjan var fullkláruð árið 1986. Hún var hæsta bygging á Íslandi frá 1974 þegar turn hennar var risinn til ársins 2008 þegar Turinn á Smáratorgi var kláraður. Hallgrímskirkja er nú næst hæsta bygging á Íslandi og hæsta bygging í Reykjavík.

Leita að gistingu

Svæði:

Koma:

Brottför:

Vinsælustu áfangastaðirnir

Ferðast um Ísland með
Tindur the PuffinLundanum Tindi

Hotel of the Month

Hot Springs HotelHot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.

more on Hot Spring Hotel

©2010-2017 bookiceland.is