Ásbyrgi
Ásbyrgi er ein af þekktustu náttúruperlum Íslands. Byrgið sem er staðsett í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum er hamrakví og er allt að 3,5 kílómetrar að lengd þar sem það nær lengst inn. Breidd þess verður mest rúmur kílómeter. Fremst í byrginu er hin svokallaða Eyja sem er um 100 metra hár klettur. Innst í Ásbyrgi er Botnstjörn. Í Ásbyrgi er tjaldsvæði og fjöldi göngustíga. Ferð í Ásbyrgi er börnum sérstaklega eftirminnileg vegna þeirra sagna sem fara af byrginu. Frægasta sagan af Ásbyrgi er um mótun þess, en hún segir að Sleipnir, hestur Óðins sem var æðsti guð í norrænni goðatrú, hafi stigið niður fæti sínum þar sem byrgið er og það sé því sem risastórt hófafar í landslaginu. Vísindamenn vilja þó meina að hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum eða landsig eigi heiðurinn af tilurð þessarar náttúruperlu.
Also available in English: Ásbyrgi canyon
Leita að gistingu
Vinsælustu áfangastaðirnir
Ferðast um Ísland meðLundanum Tindi
Hotel of the Month
Hot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.
more on Hot Spring Hotel