Flatey á Skjálfanda

Þessi grein er um Flatey á Skjálfanda. Sjá einnig Flatey á Breiðafirði

Flatey á Skjálfanda er stærsta eyjan á Skjálfandaflóa við Norðurstönd Íslands. Eyjan liggur aðeins um 2,5 kílómetra frá landi við Flateyjardal. Í Flatey er mikið fuglalíf og góð fiskimið allt í kringum eyjuna.

Flatey er paradís fyrir fuglaáhugafólk og ævintýri líkast að koma þangað á sumrin. Byggð er sunnan á eynni og auk íbúðarhúsa eru þar samkomuhús, skóli, viti og kirkja. Kirjan var flutt frá Brettingstöðum árið 1960 og sett upp í eyjunni.

Byggð í Flatey lagðist af árið 1967 en þá hafði verið samfelld byggð í Flatey frá 12. öld. Íbúar voru 120 þegar mest var upp úr 1940. Húsunum í eyjunni er flestum haldið við að afkomendum Flateyinga sem margir hverjir halda til í eyjunni yfir sumarmánuðina.

Ekki er boðið upp á gistingu í Flatey en hægt er að fara þangað sjóleiðina frá Húsavík og tekur slík sigling rúma klukkustund.

Sjá einnig:

Also available in English: Flatey in Skjálfandi

Leita að gistingu

Svæði:

Koma:

Brottför:

Vinsælustu áfangastaðirnir

Ferðast um Ísland með
Tindur the PuffinLundanum Tindi

Hotel of the Month

Hot Springs HotelHot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.

more on Hot Spring Hotel

©2010-2017 bookiceland.is