Húsavík

Húsavík er vinsæll ferðamannabær sem stendur við Skjálfandaflóa á Norðurströnd Íslands. Á Húsavík búa um 2400 manns. Bærinn er hluti af bæjarfélaginu Norðurþingi, ásamt Öxarfjarðarhreppi, Raufarhafnarhreppi og Kelduneshreppi.

Húsavík er einn vinsælasti hvalaskoðunarstaður evrópu en þaðan sigla bátar á Skjálfandadflóa. Hvalaskoðun á Húsavík hófst árið 1995 þegar Norðursigling hóf að gera upp gamla eikarbáta og sigla með ferðafólk um flóann. Í kringum árið 2000 varð mikil aukning á ferðum þegar Gentle Giants hófu siglingar og Norðursigling jók við flota sinn.

Á Húsavík er myndarlegt héraðssafn þar sem meðal annars má sjá uppstoppaðan ísbjörn. Þá eru hvalasafn og sjóminjasafn á Húsavík. Mest umtal vekur þó sennilega Reðursafnið á Húsavík sem kemst reglulega í fréttir erlendra fjölmiðla.

Á Húsavík eru fjölbreyttir veitingastaðir og gott úrval gististaða.

Sjá einnig:

Also available in English: Húsavík

Leita að gistingu

Svæði:

Koma:

Brottför:

Vinsælustu áfangastaðirnir

Ferðast um Ísland með
Tindur the PuffinLundanum Tindi

Hotel of the Month

Hot Springs HotelHot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.

more on Hot Spring Hotel

©2010-2017 bookiceland.is