Notkunarskilmálar
Efnisyfirlit
Um skilmálana
1. Vefsíðurnar bookiceland.is, bookiceland.co.uk, bookiceland.de, bookiceland.us og bookiceland.se (hér eftir nefndar vefurinn) eru reknar af MTS Íslandsbókun ehf. (hér eftir nefnd MTS). Öll deilumál sem kunna að rísa vegna notkunar á vefnum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Öll misnotkun á þjónustu vefsins verður kærð til lögreglu.
2. Þessir skilmálar gilda um alla notkun á vefnum, undirsíðum hans og tengdum vefjum, nema getið sé um annað. Ef þessir skilmálar stangast á við sérstaka skilmála annars staðar á vefnum þá skulu þeir síðarnefndu gilda.
3. Með því að nota vefinn samþykkir þú að hlýta skilmálunum sem taka þegar gildi við fyrstu notkun á vefnum. Ef þú samþykkir ekki að hlýta öllum skilmálunum skaltu vinsamlegast hætta að nota vefinn.
4. MTS kann að breyta þessum skilmálum af og til og skalt þú því skoða þessa skilmála reglulega. Áframhaldandi notkun þinni á vefnum verður tekið sem samþykki þínu á uppfærðum skilmálum.
Notkun á vefnum
5. Þú samþykkir að nota vefinn eingöngu í löglegum tilgangi, og á þann hátt að það brjóti ekki, takmarki eða komi í veg fyrir, notkun og ánægju annarra af vefnum. Notkun á fölsku nafni, tilraunir til fjársvika og öll önnur notkun sem brýtur í bága við þessa skilmála eða landslög á Íslandi verður kærð til lögreglu.
6. MTS er heimilt að loka á aðgang notenda sem gerast uppvísir að brotum á skilmálum vefsins og grípa til frekari aðgera eftir umfangi eða eðli brotsins.
Kaup á þjónustu
7. Öll kaup á þjónustu í gegnum vefinn eru samningur milli þín og viðkomandi þjónustuaðila. Með kaupum á þjónustu samþykkir þú þá skilmála sem viðkomandi þjónustuaðili setur, eins og þeir standa þann dag sem kaup eru staðfest.
8. MTS getur aldrei orðið ábyrgt fyrir mistökum eða vanefndum þjónustuaðila sem selja í gegnum vefinn. (Við gerum hins vegar allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að sú þjónusta sem seld er á vefnum standist ströngustu kröfur. Ef þjónusta sem keypt er í gegnum bookiceland.is eða aðra vefi á vegum MTS stenst ekki þær kröfur sem þú gerir biðjum við þig að láta þjónustuver okkar tafarlaust vita.)
Bókunargjöld
9. Við bókun á gistingu eða þjónustu greiðir þú staðfestingargjald sem nemur frá 5 til 25 prósent af heildarverði þjónustunnar. Engin önnur gjöld eru tekin við bókun nema að frumkvæði þínu og eru þau valkvæð (s.s. forfallatrygging).
Endurgreiðslur
10. Staðfestingargjöld og önnur gjöld fyrir þjónustu og tryggingar sem greidd hafa verið til MTS eru óafturkræf. Ef þú telur að mistök hafi átt sér stað við gjaldtöku skal hafa samband við þjónustuver vefsíðunnar.
11. Ef þú hefur bókað gistingu eða þjónustu sem þú sérð fram á að nýta ekki er þér skylt að láta viðkomandi gististað eða þjónustuaðila vita. Ef það er ekki gert með minnst sólarhrings fyrirvara fyrir upphaf gistingar eða þjónustu er gististað eða þjónustuaðila heimilt að rukka þig um fullt verð þjónustunnar ef um aðra þjónustu en gistingu er að ræða, eða fullt verð fyrir fyrstu nótt gistingar.
Meðferð persónuupplýsinga
12. Þær upplýsingar sem þú gefur eru upp við kaup á þjónustu, svo sem heimilisfang, netfang eða símanúmer eru trúnaðarmál og aðeins aðgengilegar MTS og þeim gististöðum og þjónustuaðilum sem viðkomandi þú hefur bókað hjá. Upplýsingar um þig og notkun þína á vefnum eru aldrei seldar til þriðja aðila.
Sjá nánar í persónuverndarstefnu vefsins.
Höfundarréttur
13. Allur höfundarréttur, vörumerkjaréttur og annar réttur (skrásettur og óskrásettur) á vefnum og öllu innihaldi hans er í höndum MTS eða leyfisveitanda. Þú mátt ekki afrita, endurgera, endurútgefa, bakþýða, bakhanna, hala niður eða nota efni vefsins á nokkurn annan hátt, nema til eigin nota. Þú samþykkir einnig að aðlaga ekki, breyta eða búa til afleidd verk úr innihaldi vefsins nema til eigin notka. Öll önnur notkun á innihaldi vefsins, önnur en til eigin nota, krefst skriflegs leyfis MTS.
Gildi skilmálanna
14. Ef hluti skilmálanna stangast á við landslög á Íslandi skal sá hluti skilmálanna falla úr gildi, en aðrar greinar skilmálanna halda gildi sínu.
15. Töf á viðbrögðum við brotum á skilmálum þessum hefur engin áhrif á rétt MTS til að framfylgja ákvæðum skilmálanna.
Þessum skilmálum var síðast breytt 21. janúar 2011
Leita að gistingu
Vinsælustu áfangastaðirnir
Ferðast um Ísland meðLundanum Tindi
Hotel of the Month
Hot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.
more on Hot Spring Hotel