Hveragerði

Hveragerði er kaupstaður í vestanverðri Árnessýslu á Suðurlandi Íslands. Hveragerði stendur við þjóðveg 1, rétt austan Hellisheiðar og um 45 kílómetra austur af höfuðborginni Reykjavík. Byggð hóf að myndast í Hveragerði árið 1929 og þar búa nú um 2300 manns. Í gegnum bæinn rennur áin Varmá.

Margir þekktir ferðamannastaðir eru í og nálægt Hveragerði. Goshverinn Grýla er þekktastur goshvera í Hveragerði en í Ölfusdal er einnig hverinn Leppalúði. Á Sandhóli stendur kirkja bæjarins, Hveragerðiskirkja, en hún var reist árið 1967. Sandhólshver er skammt frá kirkjunni en hann varð til í jarðhræringum árið 1896. Árið 1996 gaf listakonan Steinunn Þórarinsdóttir Hveragerðisbæ útilistaverkið Mýri en það stendur á opnu svæði nálægt Hótel Örk þegar komið er inn í bæinn. Verkið tengist sögu Íslands í nútíð og fortíð. Þá er rekið listasafn í Hveragerði, Listasafn Árnesinga, en það var stofnað eftir myndarlega listaverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar til Árnesinga.

Í Hveragerði rekur Náttúrulækningafélag Íslands heilsustofnun og þangað fara margir til hvíldar og endurhæfingar.

Suður af Hveragerði er Þorlákshöfn en þaðan silgdi Herjólfur til Vestmannaeyja um árabil.

Sjá einnig:

Leita að gistingu

Svæði:

Koma:

Brottför:

Vinsælustu áfangastaðirnir

Ferðast um Ísland með
Tindur the PuffinLundanum Tindi

Hotel of the Month

Hot Springs HotelHot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.

more on Hot Spring Hotel

©2010-2017 bookiceland.is