Listasafn Árnesinga
Listasafn Árnesinga í Hveragerði var stofnað árið 1994 og var fyrstu sjö árin starfrækt á Selfossi en safnið er nú í Hveragerði.
Hvatinn að stofnun safnsins var rausnarleg listaverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar, Bjarna Markúsar og Lofts Jóhannessonar, til Árnesinga en þau færðu Héraðsnefnda Árnesinga yfir sjötíu listaverk að gjöf á árinum 1963 til 1986. Eru þar á meðal verk eftir marga helstu listamenn þess tíma en elsta verkið í safninu er frá árinu 1900. Meðal verkana sem gefin voru safninu eru 20 verk eftir Ásgrím Jónsson en einnig þrjú olíumálverk eftir Þorvald Skúlason.
Í safninu eru einnig tvær brjóstmyndir eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, önnur af Ásgrími Jónssyni og hin af Bjarnveigu Bjarnadóttur sem lagði grunninn að safninu. Þá eru í safninu tréskurðarverk eftir Halldór Einarsson frá Brandshúsum, en hann gaf Árnessýslu verkin ásamt peningum til uppbyggingar á safninu.
Staðsetning: Austurmörk 21, Hveragerði
Sími: 483-1727
Sjá einnig:
Leita að gistingu
Vinsælustu áfangastaðirnir
Ferðast um Ísland meðLundanum Tindi
Hotel of the Month
Hot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.
more on Hot Spring Hotel