Skilmálar um sölu gistingar með Móttökustjóranum

Um skilmálana

1. Þessir skilmálar eru samningur milli MTS Íslandsbókunar ehf (hér eftir nefnd MTS) og rekstraraðila gistiþjónustu (hér eftir nefndur Seljandi) sem selja gistingu í gegnum þessa vefsíðu og aðrar sölusíður á vegum MTS (hér eftir nefndar vefurinn). Skilmálar þessir tryggja einnig réttindi þeirra sem kaupa þjónustu af seljanda í gegnum vefinn (hér eftir nefndir kaupandi).

2. Þessir skilmálar gilda um alla sölu á gistingu gegnum þennan vef, undirsíður hans og tengda vefi. Öll deilumál sem kunna að rísa vegna þjónustunnar skulu rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Öll misnotkun á þjónustu vefsins verður kærð til lögreglu.

Sala á gistingu gegnum vefinn

3. Seljandi ábyrgist að öll sú gisting og þjónusta sem seld er í gegnum vefinn sé veitt kaupanda. Ef yfirbókun verður skal seljandi útvega sambærilega eða betri gistingu fyrir kaupanda.

4. Seljandi ber ábyrgð á því að réttur fjöldi herbergja sé skráður í sölu hverju sinni til að fyrirbyggja að yfirbókanir komi upp.

5. Seljandi ábyrgist að þau verð sem gefin eru upp á vefnum séu alltaf þau lægstu sem eru auglýst, nema ef um tímabundið tilboð sé að ræða. Ef kaupandi sér lægra verð auglýst en á vefnum skal seljandi lækka verð gistingarinnar sem nemur mismun á ódýrasta verði og því verði sem kaupandi greiddi við bókun gegnum vefinn.

6. Öll sala í gegnum vefinn eru samningur seljanda og kaupanda. Með kaupum á þjónustu samþykkir kaupandi þá skilmála sem seljandi setur um þjónustu sína, eins og þeir standa þann dag sem kaup eru staðfest.

7. MTS getur aldrei orðið ábyrgt fyrir mistökum eða vanefndum seljanda.

8. Seljanda er skylt að tryggja að upplýsingar um þá þjónustu sem hann veitir séu réttar.

Gjöld

9. Ekkert gjald er tekið fyrir skráningu á vefinn. Allir seljendur hafa ótakmarkaðan aðgang að Móttökustjóranum án endurgjalds og er heimilt að nýta kerfið endurgjaldslaust til að halda utan um allar bókanir, hvort sem þær koma í gegnum vefinn eða ekki.

10. Fyrir sölu í gegnum bookiceland og samstarfsvefi er tekin 10 prósent söluþóknun. Ef gestur sem bókar kemur á vefinn í gegnum vefsíðu seljanda er þóknunin aðeins 5 prósent. Söluþóknun fjármagnar rekstur kerfisins og markaðsstarf bookiceland sem skilar sér í auknum sýnileika gististaða sem selja gegnum vefinn.

Ábyrgð

11. MTS ábyrgist að öll gögn séu afrituð daglega og vistuð í öruggri geymslu á þrem stöðum, þar af einum í öðru landi en aðal vélbúnaðu síðunnar er geymdur.

12. MTS ábyrgist að fara með allar upplýsingar sem varða rekstur seljanda sem trúnaðarmál.

13. MTS ber ekki ábyrgð á tekjumissi sem kann að hljótast af því ef síðan lokast vegna árása tölvuþrjóta, vegna villu í hug- og vélbúnaði síðunnar, eða vegna niðritíma sem orsakast af langvarandi rafmagnsleysi eða náttúruhamförum.

Sjá nánar í viðbragðs- og öryggisáætlun vefsins.

Meðferð persónuupplýsinga

14. Þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp við kaup á þjónustu, svo sem heimilisfang, netfang eða símanúmer eru trúnaðarmál. Seljanda er óheimilt að selja þær til þriðja aðila.

Sjá nánar í persónuverndarstefnu vefsins.

Gildi skilmálanna og viðurlög

15. Ef hluti skilmálanna stangast á við landslög á Íslandi skal sá hluti skilmálanna falla úr gildi, en aðrar greinar skilmálanna halda gildi sínu.

16. Töf á viðbrögðum við brotum á skilmálum þessum hefur engin áhrif á rétt MTS til að framfylgja ákvæðum skilmálanna.

17. Með samþykki skilmála þessara ábyrgist þú að nota vefinn eingöngu í löglegum tilgangi. Notkun á fölsku nafni, tilraunir til fjársvika og öll önnur notkun sem brýtur í bága við þessa skilmála eða landslög á Íslandi verður kærð til lögreglu.

18. MTS er heimilt að loka á aðgang notenda sem gerast uppvísir að brotum á skilmálum vefsins og grípa til frekari aðgera eftir umfangi eða eðli brotsins.

19. MTS áskilur sér rétt til breytinga á þessum skilmálum. Slíkar breytingar verða auglýstar á vefnum. Litið verður á áframhaldandi notkun seljanda á vefnum sem samþykki seljanda á breyttum skilmálum.

Þessum skilmálum var síðast breytt 22. janúar 2011

Leita að gistingu

Svæði:

Koma:

Brottför:

Vinsælustu áfangastaðirnir

Ferðast um Ísland með
Tindur the PuffinLundanum Tindi

Hotel of the Month

Hot Springs HotelHot Springs Hotel is a wellness hotel in the South of Iceland. The hotel is located near one of the most spectacular geothermal areas in Iceland. The hotel offers 122 rooms in a wide range of room categories during the summer and luxurious apartments for couples and families all year round.

more on Hot Spring Hotel

©2010-2017 bookiceland.is